Hörður er billiardmeistari 88 Hússins
Hörður Þórðarson sigraði billiardmeistaramót 88 Hússins, sem fór fram í gær, eftir hatramma baráttu við Þorstein Árnason Surmeli. Hörður fékk í verðlaun 2.500 króna inneign hjá Betri Bæ og Þorsteinn 1.500. Í þriðja sæti var Smári Ketilsson.
Alls tóku níu keppendur þátt í mótinu. Mikil áhugi hefur verið á billiard í 88 húsinu að undanförnu og hefur nú verið bætt við borði til að anna eftirspurn.