Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hoppupúði vekur lukku í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 13. ágúst 2013 kl. 08:47

Hoppupúði vekur lukku í Reykjanesbæ

Nýverið setti 88 húsið upp hoppupúða fyrir utan húsnæði sitt við Hafnargötu 88, en nýja leiktækið hefur vakið mikla lukku meðal barna og unglinga í bænum. 88 húsið er menningarmiðstöð fyrir fólk 16 ára og eldri en í húsinu er einnig starfsemi Fjörheima, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í 8.-10. bekk. 

Samkvæmt Davíði Erni Óskarssyni, starfsmanni 88 hússins, var orðin vöntun á útileiktækjum en hoppupúðar eins og þessi sem er nú kominn upp má finna víðsvegar um landið. Hoppupúðinn er fyrsti áfanginn í uppsetningu ungmennagarðs sem settur verður upp smátt og smátt á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt er að leika sér á hoppupúðanum frá kl.09.00-22.00 alla daga vikunnar, en lokað er fyrir notkun þegar slæmt veður er úti. Stefnt er á að hafa tækið opið þangað til það fer að snjóa í vetur.

Myndir: Einar Guðberg Gunnarsson.