Hoppað í höfnina og gamlar knattspyrnuhetjur takast á
Bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ heldur áfram í dag. Hoppland mætir í heimsókn við Sandgerðishöfn kl. 14:00 -18:00, þar sem fólk býðst að hoppa af háum palli í höfnina. Hægt verður að leigja blautbúninga á viðráðanlegu verði.
Norðurbær - Suðurbær mætast á Brons-vellinum í Sandgerði í dag kl. 15:30. „Gamlar knattspyrnuhetjur takast á“ segir í kynningu á viðburðinum.
Pizza veisla fyrir nemendur hjá grunnskólum Suðurnesjabæjar og óvænt atriði eru í dag. Þá verður satlfiskveisla í Reynisheimilinu í kvöld. Mikilvægt að skrá sig hér - https://nordursudurbaer.is/skraning/
Ball verður í Samkomuhúsinu í Sandgerði í kvöld með Stuðlabandinu. Ballið byrjar kl 23:45 og kostar 5.500 kr. við hurð. 20 ára aldurstakmark er á viðburðinn.