Hönnunarkeppnin: Lið Njarðvíkurskóla hlaut tvenn verðlaun
Lið Njarðvíkurskóla varð í 1. sæti í hönnun farartækis í hönnunarkeppninni Virkjum vísindin hjá unga fólkinu sem fram fór í Akurskóla fyrir helgi. Liðið hlaut einnig 1. sæti fyrir rannsóknarverkefni sitt um vetni en Skjaldbakan, lið Heiðarskóla, varð í 1. sæti fyrir rannsóknarverkefni sitt um ál.
Liðin fengu verðlaunagrip fyrir árangurinn. Meðal dómara voru bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Garðs. Alls tóku um 50 nemendur úr grunnskólum Reykjanesbæjar þátt í keppninni en hún er hluti af samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Norðuráls og Hitaveitu Suðurnesja um eflingu raunvísindakennslu á Suðurnesjum.
Sjá einnig myndir frá keppninni í ljósmyndasafninu hér á vefnum.