Hönnun, myndlist, ljósmyndun og verkfræði
Desember er mikill uppskerumánuður í blaðaútgáfu og þá er jafnframt meira pláss í blöðunum fyrir viðtöl af ýmsu tagi. Nú í desember hafa verið birt fjölmörg viðtöl hér á vf.is úr desember útgáfu okkar. Hér að neðan bendum við á fimm af þessum viðtölum/greinum sem birt voru á vefnum okkar um jólin.
Rakel Sólrós, er 26 ára og ólst upp í Garðinum. Hún býr í dag í Gautaborg í Svíþjóð með Alexander Dan, unnusta sínum og starfar sem aðstoðarhönnuður hjá Monki, fyrirtæki sem er með yfir 60 verslanir um allan heim og sem miðar að því að hanna fjölbreyttan fatnað fyrir ungar konur sem eru ekki hræddar við að sýna persónuleika sinn.
VIÐTALIÐ VIÐ RAKEL
Eftir að hafa verið með mörg járn í eldinum ákvað Bragi Einarsson að forgangsraða í í lífinu. Nú hafa fjölskyldan, vinnan og málaralistin forgang hjá Braga en annað hefur verið lagt til hiðar en Bragi hefur verið liðtækur söngvari í kórum á svæðinu. Þó verður að segja að málaralistin skipi mjög stóran sess í lífinu því auk þess að verja löngum stundum á vinnu stofu sinni í Garði, þá er Bragi kennari á listnámsbraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
VIÐTALIÐ VIÐ BRAGA
Pétur Bragason er 38 ára Garðbúi, sonur Braga Guðmundssonar og Valgerðar Þorvaldsdóttur. Pétur er því Grindvíkingur í föðurætt og Garðbúi í móðurætt. Hann býr í Garðinum og hef búið þar stærsta hlutann af sínu lífi. Hann segir fara mjög vel um sig og sína fjölskyldu í Garðinum þar sem hann er í sambúð með Birtu Ólafsdóttur þroskaþjálfa. Birta er frá Egilsstöðum en á ættir sínar að rekja til Hafnarfjarðar, Grindavíkur og Ísafjarðar. Þau eiga tvo góða og duglega stráka, Ólaf Jóhann 11 ára og Braga Val 7 ára sem eru miklir gleðigjafar. Helstu áhugamál fjölskyldunnar eru hestamennska, fjölskyldan, vinnan, ferðalög og fótbolti.
VIÐTALIÐ VIÐ PÉTUR
Ljósmyndarinn og Sandgerðismærin Anna Ósk Erlingsdóttir hefur búið í Gautaborg í rúm þrjú ár. Einnig bjó hún þar á árunum 2002 til 2006 en flutti til Queensland í Ástralíu og lærði ljósmyndun í rúm 2 ár. Hún segir ævintýraþrána hafa lokkað sig til útlanda og hún hafi búið í útlöndum af og til frá því hún var 16 ára, þegar hún fór til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Starf tískuljósmyndara gangi mikið út á það að þekkja rétta fólkið en hún blæs á það og fer sínar eigin leiðir.
VIÐTALIÐ VIÐ ÖNNU ÓSK
Blaðamaður Víkurfrétta Eyþór Sæmundsson er búsettur í Berlínarborg þessi misseri. Þar hefur hann undanfarið verið með myndavélina á lofti og rannsakað jólamenningu hjá Þjóðverjum. Ýmislegt er öðruvísi í ríki Angelu Merkel. Maturinn er ekki eins góður, hér hefur ekkert snjóað og maður fær bara einu sinni í skóinn.
GREIN EYÞÓRS