Hönnuðu heimasíðu í lokaverkefni fyrir leikskóla
Harpa Rakel og Helga Rut Hallgrímsdætur og tvíburarsystur útskrifuðust fyrir stuttu síðan sem leikskólakennarar frá Háskóla Íslands. Lokaverkefnið hjá þeim var heimasíða sem inniheldur hreyfileiki og æfingar fyrir leikskólabörn.
„Við ætluðum að gera handbók um þetta efni fyrir leikskóla og fórum að leita á netinu að efni til viðmiðunar,“ sagði Helga Rut. „Okkur datt svo í hug að gera bara heimasíðu í staðinn víst við vorum sjálfar að leita á netinu.“
Systurnar eru einnig miklar körfuboltakempur en þær spila með meistaraflokki Grindavíkur þannig þeim er mikið til lista lagt. Heimasíðu systranna má sjá á hreyfileikir.net.
[email protected]