Honeyboy tryllti salinn
Blúsgoðsögnin David „Honeyboy“ Edwards fyllti Lukku Láka í Grindavík út úr dyrum á tónleikum sínum í gærkvöldi. Þessi aldni snillingur sýndi frábæra takta á gítarnum, en með honum var munnhörpuleikarinn Michael Frank.
Tónleikarnir voru svo sannarlega eftirminnilegir því það er ekki á hverjum degi sem einn frægasti gítarleikari tónlistarsögunnar treður upp hér á landi. Hann verður á NASA í Reykjavík í kvöld.
VF-mynd/Þorgils
Tónleikarnir voru svo sannarlega eftirminnilegir því það er ekki á hverjum degi sem einn frægasti gítarleikari tónlistarsögunnar treður upp hér á landi. Hann verður á NASA í Reykjavík í kvöld.
VF-mynd/Þorgils