Home Alone í uppáhaldi
Guðbjörg Björgvinsdóttir, 18 ára nemi.
Hver er uppáhalds jólamyndin þín? Ætli ég segi ekki bara Home Alone myndirnar.
Hvað langar þig mest í í jólagjöf? Hef ekki hugmynd.
Væri betra að hafa aðeins eitt tungumál í heiminum? Nei það væri ekki eins gaman. Það er alltaf gaman að heyra annað fólk rabba saman á hinum ýmsu tungumálum. Það yrði heldur aldrei hægt að allir töluðu sama tungumálið.
Er afstöðuleysi unglinga til stjórnmála vaxandi vandamál? Nei ég myndi ekki segja það. Af því að þau hafa í rauninni ekki hugmynd um hvað málið snýst.
Þú átt að búa til heimildarmynd sem á að vekja umhugsun eitthvað viðfangsefni. Um hvað gerir þú og af hverju? Aðstæður fatlaðra vegna þess að aðstæður og framkoma gagnvart fötluðum eru ekki upp á marga fiska.
Ætlar þú að strengja áramótaheit? Nei held ekki.
Er eitthvað sem þú vilt sjá betur fara í bæjarfélaginu þínu á næsta ári? Er ekki alltaf hægt að bæta?
Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist í fjölmiðlum á liðnu ári? Gaaas, gaas! hahaha.
Ef þú mættir velja einhvern einn til að spyrja einnar spurningar, hver yrði það og að hverju myndirðu spyrja hann? Ég myndi vilja spyrja ríkisstjórnina hvernig hún fór að þessum ósköpum.
Verður þú að vinna í jólafríinu? Já hluta af því alla vega. Ég vinn á Skyndibarnum.