Holtaskóli vann hina Stóru upplestrarkeppnina á Suðurnesjum
Fyrr í dag greindum við frá því að Stóru-Vogaskóli hafi farið með sigur af hólmi í Stóru upplestrarkeppninni í gær. Tvær upplestrarkeppnir voru haldnar á Suðurnesjum í gær. Önnur keppnin var haldin fyrir skólana í Garði, Grindavík og Vogum en hin keppnin var fyrir skólana í Reykjanesbæ og Sandgerði.
Það er skemmst frá því að segja að krakkarnir í Holtaskóla fóru með sigur af hólmi í hinni keppninni. Þau Karitas Guðrún Fanndal og Samúel Þór Traustason frá Holtaskóla stóðu sig ákaflega vel og stóð Karitas uppi sem sigurvegari í keppninni eftir glæsilega frammistöðu.
Nemendur frá sjö skólum tóku þátt í hátíðinni sem tókst í alla staði vel.
Þetta er úr keppninni sem Reykjanesbær hélt ásamt Sandgerðisskóla.
Hin keppnin er með Grindavík, Vogum og Garði, eins og áður segir.