Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Holtaskóli sýnir Grease
Þriðjudagur 4. apríl 2006 kl. 11:00

Holtaskóli sýnir Grease

Nemendur á unglingastigi í Holtaskóla frumsýna í kvöld söngleikinn Grease undir stjórn Davíðs Arnar Óskarssonar. Aðrara sýningar verða á morgun, miðvikudagskvöld 5. og fimmtudagskvöld 6. apríl.
Sýningar hefjast kl. 20:00 og er miðaverð kr. 500.

Mikil gróska er í leiklistinni í Reykjanesbæ um þessar mundir og hafa allir skólar, bæði Fjölbrautarskóli Suðurnesja og grunnskólarnir, verið með glæsilegar leiksýningar að undanförnu og eru enn fleiri á döfinni.

Árshátíðir skólanna er gott dæmi um slíkt þar sem mikið var um vönduð skemmtiatriði þar sem söngur, leiklist og dans var áberandi.

Allir bæjarbúar eru hvattir til að styðja börnin í þessu góða starfi og mæta á sýningarnar enda vel þess virði að verja kvöldstund til að sjá hve mikið býr í unglingunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024