Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Holtaskóli sigraði spurningakeppni
Þriðjudagur 9. mars 2004 kl. 14:07

Holtaskóli sigraði spurningakeppni

Holtaskóli sigraði í spurningakeppninni Gettu ennþá betur, en keppnin fer fram á milli grunnskóla í Reykjanesbæ. Keppnin er haldin í þriðja sinn, en í fyrstu keppninni sigraði Heiðarskóli og í þeirri annarri sigraði Njarðvíkurskóli.
Í ár kepptu Holtaskóli og Myllubakkaskóli til úrslita, en lið Myllubakkaskóla hafði yfirhöndina í keppninni þar til á lokaspurningunni sem var vísbendingaspurning og gat gefið þrjú stig. Myllubakkaskóli var einu stigi fyrir ofan Holtaskóla.  Fyrsta vísbending var gefin og hvorugt liðið  svaraði rétt.  Önnur vísbending gaf tvö stig, áður en lestur hennar var að  fullu lokið svaraði lið Holtaskóla rétt.  Þar með varð hann einu stigi  fyrir ofan Myllubakkaskóla og nýtti þannig sitt síðasta tækifæri.
Lið Holtaskóla skipa þeir Bjarni Freyr Rúnarsson, 9.B, tvíburabræðurnir Arnþór og Pétur Elíassynir 8.B og liðsstjóri er Gísli Örn Gíslason í 10.A.

Myndin: Pétur, Gísli Örn, Bjarni og Arnþór. VF-ljósmynd/Héðinn Eiríksson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024