Holtaskóli kynnti sér skólamál í Glasgow
Í Holtaskóla var nú í októbermánuði bryddað upp á þeirri nýjung að taka haustfrí í 4 daga. Var skólabyrjun flýtt af þeim sökum og hófst skólahald þann 27. ágúst í stað 1. september. Ekki verður annað fundið en að þessi tilraun hafi virkað vel á nemendur og starfslið skólans sem nýtti sér hluta frísins til að fara í náms- og kynnisferð til Skotlands og kynnast skólahaldi og skipulagi skólamála í Glasgow. Skotar þykja framarlega í flokki þegar skólahald ber á góma og taka þeir árlega á móti fjölda gesta sem vilja læra af þeim. Dagskráin á vegum "Glasgow education office" var sérlega vel skipulögð og var m.a. fjallað um ytra og innra mat í skólum sem Skotar búa við og Íslendingar líta í auknum mæli til en það eru eðlileg vinnubrögð í skosku skólakerfi.Einnig var fjallað um kennslu aðferðir og þær kennsluaðstæður sem skólra í Glasgow búa við en þar er umhverfið mjög misjafnt og oft erfitt vegna fátæktar fólks og viðvarandi atvinnuleysi.Á síðasta degi lagði starfsfólk Holtaskóla síðan land undir fót og voru alls sjö skólar heimsóttir, bæði eldra og yngra stig en Skotar skipta sínum skólum í barna- og unglingaskóla. Þá voru tveir sérskólar heimsóttir.Það vakti athygli okkar hve nemendur voru afslappaðir og kurteisir í andrúmslofti sem einkenndist af mjög jákvæðum aga í skólum.Þakkir eru færðar skólamálastjóra Reykjanesbæjar, Eiríki Hermannssyni fyrir hans aðstoð við skipulagningu ferðarinnar svo og bæjarstjórn fyrir framlag bæjarins til að gera heimsóknina mögulega en hún var að öðru leyti styrkt af Vonarsjóði KÍ.