Holtaskóli fróðastur skólanna á Suðurnesjunum
Lið Holtaskóla bar sigur úr býtum í Suðurnesjariðli spurningakeppni grunnskólanna. Fjögurra liða úrslitakeppni fór fram í Heiðarskóla í gær en áður höfðu flestir skólar á Suðurnesjum att kappi í undankeppni í Sandgerði.
Holtskælingar eru því komnir í átta liða lokaúrslit spurningakeppninnar þar sem þeir munu etja kappi við aðra landshlutameistara. Liðið skipa þau Annel Fannar Annelsson, Ísak Henningsson, Jón Tómas Rúnarsson og Sólborg Guðbrandsdóttir, til hamingju með flotta frammistöðu og gangi ykkur vel.
Mynd: Hressir nemendur skelltu sér í bíó á dögunum.