HOLTASKÓLANEMENDUR KYNNTU SÉR STARFSEMI ÍSLANDSBANKA
Nemendur í 10. bekk Holtaskóla heimsóttu Íslandsbanka ásamt kennara sínumHauði Stefánsdóttur föstudaginn 14. janúar s.l. Heimsóknin var liður ífræðslu um bankamál en hópurinn leggur stund á bókfærslu sem valfag. SoffíaÓlafsdóttir, þjónustufulltrúi í Íslandsbanka í Keflavík, tók á mótikrökkunum fyrir hönd bankans og annaðist fræðsluna.Heimsóknin tókst í alla staði mjög vel og að sögn Soffíu voru krakkarnirmjög áhugasamir um efnið sem fjallaði m.a. um eðli og hlutverk debetkorta,tékkhefta, hraðbanka, netbanka og fleira. Að fyrirlestrinum loknum voruungmennin leyst út með gjöfum og boðið í afmæliskaffi Íslandsbanka, sem ertíu ára um þessar mundir.