Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hólmfríður með næstbesta jólalagið
Föstudagur 16. desember 2011 kl. 15:21

Hólmfríður með næstbesta jólalagið

Lag grindvíska grunnskólakennarans Hólmfríðar Óskar Samúelsdóttur, sem kallast Desember, varð í 2. sæti í jólalagakeppni Rásar 2. Lagið var í flutningi dúettsins SamSam sem hún skipar ásamt systur sinni, Gretu Mjöll Samúelsdóttur.

Sigurvegari í Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2011 er hljómsveitin White Signal frá Reykjavík og Hafnarfirði. Lagið Jólanótt með White Signal eftir Guðrúnu Ólafsdóttur við texta Guðrúnar og Katrínar Helgu Ólafsdóttur hlaut flest atkvæði hlustenda Rásar 2 þetta árið. Hljómsveitina White Signal skipa fimm 14-16 ára gamlir tónlistarmenn.

Grindavík.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024