Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Föstudagur 5. júlí 2002 kl. 15:33

Hólmarar tjalda á Stórhólmi í Leiru

Landsmót 35 ára og eldri í golfi fer fram á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Um 170 kylfingar "á besta aldri" taka þátt í mótinu og koma þátttakendur víða að. Á meðfylgjandi mynd Páls Ketilssonar eru hjónin Ríkharður Hrafnkelsson og Karítas Hafsteinsdóttir ásamt bróður hennar, Hafsteini, og Vigni Sveinssyni. Þau eru golfarar úr Stykkishólmi og ætla að taka þátt í landsmótinu um helgina. Þau ákváðu að gista við golfvöllinn og hafa tjaldað við Stórhólm í Leiru. Í baksýn má svo sjá aðra Hólmara vera að tjalda.Rikki og Kaja eru dugleg að fara á golfmót víða um land og taka þá tjaldvagninn með sér og tjalda öllu sem til þarf sem næst golfvellinum.
Það var sól og blíða í Leirunni í gærkvöldi þegar myndin var tekin og tjaldbúar mega búast við að veðrið fari batnandi að nýju en í dag hefur verið rigning með köflum eins og það heitir á veðurfræðimáli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024