Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hollvinir munu varðveita Unuhús
Þriðjudagur 8. júlí 2014 kl. 12:00

Hollvinir munu varðveita Unuhús

Hollvinir Unu í Sjólyst munu setja á laggirnar minjasafn í Unuhúsi sem er í eigu sveitarfélagsins Garðs. Í samningnum milli Hollvina og bæjaryfirvalda kemur m.a. fram að Hollvinir hafi í húsinu minjasafn og annað sem varðveitir sögu Unu í Sjólyst og Gerðahverfis. Hollvinir hafa húsið leigufrítt, en Sveitarfélagið Garður ber kostnað af rekstri hússins. Hollvinir skuldbinda sig til að gæta að varðveislu hússins og alls þess sem húsinu tilheyrir. Einnig sjái Hollvinir til þess að umgengni um húsið og afnot af því valdi engu tjóni og að ástand hússins verði ekki síðra í lok samningstímans en í upphafi hans.

Á fundi bæjarráðs Garðs þann 26. júní 2014 var samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita samstarfssamning við Hollvini Unu í Sjólyst. Áður hafði bæjarráð Garðs samþykkt á fundi sínum þann 28. mars 2012 að veita Hollvinum Unu í Sjólyst afnot af Unuhúsi, sem er í eigu sveitarfélagsins. Gilti sú samþykkt til tveggja ára.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024