Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

  • Hollendingurinn fljúgandi rokkaður í Hljómahöll
  • Hollendingurinn fljúgandi rokkaður í Hljómahöll
Mánudagur 15. maí 2017 kl. 15:26

Hollendingurinn fljúgandi rokkaður í Hljómahöll

-„Við erum með gæsahúð á æfingunum,“ segir Jóhann Smári

Hollendingurinn fljúgandi er heimsfrægt verk eftir óperuskáldið Wagner, en það verður sýnt í Hljómahöll um næstu helgi. Æfingar hafa staðið yfir í langan tíma en í ansi kröftugu verkinu má heyra mismunandi tegund tónlistar. Hér verður Wagner fluttur í rokkútsetningu.

„Þegar við Bylgja Dís fengum þessa hugmynd þá vildum við gera eitthvað nýtt,“ segir Jóhann Smári Sævarsson í samtali við Víkurfréttir, en hann er söngvari í verkinu samhliða því að stjórna hljómsveitinni. „Við erum bara með gæsahúð á æfingunum því þetta kemur svo vel út. Við hlökkum til að syngja og spila fyrir, vonandi, fullum Stapa.“

Public deli
Public deli

Aðrir söngvarar verksins eru þau Egill Árni Pálsson og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Hljómsveitina skipa þeir Sævar Helgi Jóhannsson, Sveinbjörn Ólafsson og bræðurnir Arnar og Valur Ingólfssynir.

Hér fyrir neðan má sjá stutt brot af æfingunni.