Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Holir Bolir í Suðsuðvestri
Laugardagur 29. apríl 2006 kl. 11:35

Holir Bolir í Suðsuðvestri

Sýning Indíönu Auðunsdóttur, „Holir Bolir” verður opnuð í dag, laugardaginn 29. apríl kl. 15:00, í sýningarýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ.

Indíana hefur að undanförnu verið að vinna útfrá samtíma menningu og að þessu sinni tekur hún fyrir metnað og myndugleik smáþjóðarinnar í norðri. Hún veltir fyrir sér útbreiðslu visku og göfugleika úr dægurmenningunni sem skilar sér beint í miðtaugakerfi hinnar þenkjandi manneskju.

„Holir Bolir” er fyrsta einkasýning Indíönu en hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2004. Hún býr og starfar í London. Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Keflavík. Sýningin stendur til 23. maí, nánari upplýsingar um opnunartíma má finna á www.sudsudvestur.is



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024