Hola í höggi á Havaí?
Atli Kolbeinn Atlason er einn litríkari meðlima Golfklúbbs Grindavíkur. Alla golfara dreymir um að ná „draumahögginu“, Atli hefur náð því tvisvar sinnum, m.a. á par 4 holu. Þar sem hann dreymir um að heimsækja Hawaii er ekki fáranlegt að láta sér detta í hug að hann eigi eftir að grípa í golfkylfurnar þar og líkleg niðurstaða hlýtur að verða „hola í höggi“.
Nafn: Atli Kolbeinn Atlason.
Staða: Í sambúð.
Búseta: Selfoss.
Hvernig á að verja sumarfríinu? Er á Spáni eins og er, annars verður restinni eytt í golfi.
Hver er uppáhaldsstaðurinn á Íslandi og af hverju? Grindavík, það er besti bærinn.
Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á (á Íslandi og eða útlöndum)? Havaí er draumastaðurinn.
Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin? Grilluð nautalund sem ég geri, hún hefur heillað það marga að síminn stoppar ekki á sumrin. Haukur formaður knattspyrnudeildar UMFG er aðallega að hringja þar sem hann er með matarást á mér.
Hvað með drykki? Ískaldur bjór í góðu veðri, annars Pepsi Max.
Hvað með garðinn, þarf að fara í hann? Jú, ábyggilega fint að kíkja þangað.
Þarftu að slá blettinn eða mála húsið/íbúðina? Slá blettinn.
Veiði, golf eða önnur útivist? Golf alla daga.
Tónleikar í sumar? Nei, ekki þetta sumarið.
Áttu gæludýr? Neibb.
Hver er uppáhaldslyktin þín (og af hverju)? Rocas rakspírinn er bestur!
Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/gera á Suðurnesjum? Grindavík og keyra Nesveginn til Keflavíkur.