Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 17. júlí 2001 kl. 09:36

Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðhöndlun í Lífsstíl

Inga Stefánsdóttir hefur um skeið starfað á Líkamsræktarstöðinni Lífsstíl við höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun.
Inga hóf störf þar í maí en hún er nú hálfnuð með nám sitt í þessum fræðum en John S. Page hefur verið kennari hennar. Við höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun er unnið með mænuvökva og þverhimnur. Meðferðin getur reynst fólki vel sem hefur átt við mígreni, tíða höfuðverki og kvíða að stríða. Að sögn Ingu er meðferðin tilfinninga- og orkulosandi auk þess sem meðferðin hefur góð áhrif á málbein og brjósthol. Viðskiptavinir Ingu hafa verið mjög ánægðir og margir hafa komið aftur. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun er fyrir alla aldurshóðu og eru yngstu viðskiptavinir Ingu rétt nokkra mánaða. Tímapantanir fara fram í síma 421-5929 og 862-0372 á milli kl. 12-19.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024