Höfnuðu í 5. sæti í dansi í Kaupmannahöfn
Aníta Lóa Hauksdóttir, 12 ára Njarðvíkurmær, ásamt dansfélaga sínum Gísla Martin Sigurðssyni komust inn í úrslit í Kaupmannahafnar Open keppninni í junior 1 combi í dansi nú um nýliðna helgi. Keppnin var afar spennandi og fengu þau 5. sætið.
Aníta Lóa og Gísli Martin hafa dansað saman í 8 mánuði.
Hópurinn sem þau kepptu í er fyrir 12 -13 ára börn og combi þýðir að þau kepptu bæði í latin dönsum og standard dönsum samanlagt.