Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Höfðinglegar gjafir frá Snorra Hjaltasyni og konu hans
Mánudagur 16. janúar 2006 kl. 17:26

Höfðinglegar gjafir frá Snorra Hjaltasyni og konu hans

Eftir bæjarstjórnarfund í Vogum kvað Snorri Hjaltason, verktaki, sér hljóðs og veitti veglega styrki til íþrótta-og félagasamtaka í bænum.

Samtals gáfu hann og kona hans eina milljón króna sem skiptist þannig: Ungmennafélagið Þróttur fékk 400 þúsund, Golfklúbbur Vatnsleysusstrandar 400 þúsund, Björgunarsveitin Skyggnir 100 þúsund og Kvenfélagið Fjóla 100 þúsund. Einnig sagði Snorri við þetta tilefni að hann væri í viðræðum við Lionsklúbbinn Keili um kaup hans á félagsheimili þeirra við Aragerði, en sú lóð verður fljótlega tekin undir íbúðabyggð.

VF-mynd/Þorgils. texti: www.vogar.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024