Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Höfðingleg gjöf til HSS
Miðvikudagur 31. október 2007 kl. 17:14

Höfðingleg gjöf til HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja barst enn ein glæsileg gjöf í gær þegar Sigurður Wíum Árnason kom færandi hendi með tvær súrefnissíur og fullkomna sjúklingalyftu.
Tækin eru samtals að verðmæti 1,6 milljóna króna, en þau gaf hann í minningu sonar síns, Sveins Wíum, sem hefði orðið þrítugur þennan dag, en lést fyrir aldur fram eftir langa dvöl á HSS.
Sigurður hafði áður fært stofnuninni tvær súrefnissíur að verð mæti 800.000 kr. í mars á þessu ári, en þær voru til minningar um Svein og Bertu Sveinsdóttur, eiginkonu Sigurðar, sem lést einnig fyrir aldur fram eftir dvöl á HSS.


Fulltrúar HSS sögðu gjöfina afar höfðinglega og að þær ættu eftir að breyta miklu í starfi stofnunarinnar.

VF-mynd/Þorgils - Sigurður, fyrir miðju, ásamt starfsfólki HSS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024