Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hobbitarnir og Föruneitið á Paddy´s um helgina
Fimmtudagur 26. maí 2011 kl. 13:32

Hobbitarnir og Föruneitið á Paddy´s um helgina

Laugardagskvöldið 28. maí munu Hobbitarnir og Föruneytið stíga á sviðið á Paddy‘s í Keflavík og halda uppi frábærri stemmingu langt fram eftir nóttu. Það er jafnan mikil gleði í loftinu þegar drengirnir fjórir eru á sviðinu á Paddy‘s og dansað um allt hús. Þetta er síðasta spilamennska Hobbitanna og Föruneytisins á Paddy‘s í nokkur tíma því eftir þessa helgi fara þeir í sumarleyfi og snúa ekki til baka fyrr en daginn fer að stytta á ný. Það er því um að gera að reima á sig dansskóna á laugardaginn og skella sér í gleðina.

Hobbitarnir tveir, Hlynur og Óli, hita upp á Paddy‘s á föstudagskvöldið og verða þá vopnaðir kassagíturunum. Þeir félagar eru þekktir fyrir að ná upp góðri stemmningu og má búast við að engin undantekning verði á því á komandi föstudagskvöldi.

Að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis á Paddy‘s, 20 ára aldurstakmark og reiknað með að tónlistarmennirnir hefji leik í kringum kl. eitt eftir miðnætti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024