Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hobbitarnir í sumarskapi um helgina
Fimmtudagur 1. júlí 2010 kl. 11:12

Hobbitarnir í sumarskapi um helgina

Hobbitarnir verða í sumarskapi á Paddy's í Keflavík nú um helgina, bæði á föstudags- og laugardagskvöldið. Föruneytið verður með í för á laugardaginn. Þar sem það spáir spáir rigningu um allt land er kjörið að fresta útileigunni og taka frekar góðan snúning með Hobbitunum í Keflavík.


Hobbitarnir eru söngvarinn og gítarleikarinn Hlynur Þór og gítarleikarinn og söngvarinn Óli Þór. Þegar trommuleikarinn Ólafur Ingólfsson og bassaleikarinn Pálmar Guðmundsson bætast við eru þeir orðnir Föruneytið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Gunnar Gestur tók meðfylgjandi ljósmynd af Hobbitunum og Föruneytinu.