Hobbitarnir á snúruna
- opin æfing á tjaldstæðinu í Sandgerði
Hobbitarnir ætla að halda opna æfingu á tjaldstæðinu í Sandgerði á morgun, föstudaginn 26. júní kl. 18:00.
„Þar munum við renna í lög sem við kunnum vel og önnur sem við kunnum síður,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. Þar segir jafnframt:
„Þau Hjördís og Jónas hjá IStay bjóða upp á grillaðar pylsur og svaladrykki, á meðan birgðir endast. Markmiðið er að krydda tilveruna aðeins og njóta lífsins.
Nóg svæði er fyrir útileiki og almenna stemmningu. Sjáumst kl. 18:00 hjá Snúrunni við tjaldstæðið í Sandgerði, segja Hobbitarnir og IStay.