Hobbitafjör á Paddy´s um helgina
Félagarnir Óli Þór og Hlynur halda uppi fjörinu á Paddy´s um helgina. Þeir kumpánar kalla sig Hobbitana en sagan á bak við framkomunafn þeirra félaga er nokkuð skondin.
„Við vorum búnir að spila einu sinni eða tvisvar og okkur fannst eftir það að við yrðum að finna eitthvert nafn við okkur. Einhverjum varð þá á orði að við værum hobbitalegir uppi á sviðinu, litlir vinalegir kubbar. Okkur fannst þetta sniðugt og ákváðum að nota þetta bara sem nafn og þannig urðu hobbitarnir til,“ sagði Óli Þór í samtali við Víkurfréttir þegar hann var inntur eftir nafninu.
Hobbitarnir spila í kvöld, föstudagskvöld, og annað kvöld á Paddy´s og má gera ráð fyrir góðri skemmtun frá vinalegu hobbitunum.
VF-mynd: Hobbitarnir góðkunnu úr Hringadróttissögu
„Við vorum búnir að spila einu sinni eða tvisvar og okkur fannst eftir það að við yrðum að finna eitthvert nafn við okkur. Einhverjum varð þá á orði að við værum hobbitalegir uppi á sviðinu, litlir vinalegir kubbar. Okkur fannst þetta sniðugt og ákváðum að nota þetta bara sem nafn og þannig urðu hobbitarnir til,“ sagði Óli Þór í samtali við Víkurfréttir þegar hann var inntur eftir nafninu.
Hobbitarnir spila í kvöld, föstudagskvöld, og annað kvöld á Paddy´s og má gera ráð fyrir góðri skemmtun frá vinalegu hobbitunum.
VF-mynd: Hobbitarnir góðkunnu úr Hringadróttissögu