Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 12. mars 2002 kl. 09:26

Hnúfubakar í fyrstu hvalaskoðunarferðinni á árinu

Höfrunga- og hvalaskoðun fór með hóp af Bretum um borð í Moby Dick í fyrstu hvalaskoðunarferð ársins sunnudaginn 10. mars út í Garðsjó í góðu veðri. Eftir rúma 1 klst. leit af hvölum sást blástur. Kom fljótlega í ljós að hér var hnúfubakskýr með kálf og syntu þau mjög nálægt bátnum. Bretarnir voru að vonum mjög lukkulegir", sagði
Helga Ingimundardóttir einn eignda Moby Dick,
sem var leiðsögumaður ferðarinnar, „en þeir áttu alveg eins von á að sjá
ekki neitt, þar sem þessi ferð var í fyrra falli". Hvalaskoðunarferðirnar hafa undanfarin átta ár
yfirleitt byrjað í byrjun apríl, „en þá eru alltaf komnir hvalir og höfrungar", segir Helga.
„Þeir eru eins og farfuglarnir, fara suður á bóginn snemma vetrar og fara að
tínast aftur hingað upp úr miðjum mars". Auk hvalaskoðunar, býður Helga upp
á sjóstangaveiði og samkomur af ýmsum gerðum eftir því hvað hentar hverjum
hóp. Nánari upplýsingar á www.dolphin.is eða í síma 421 7777.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024