Hnísan og Helgi Valur á Langbest-kvöldi NFS
Þriðji þáttur Hnísunnar, skólaþáttar Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja var frumsýndur fyrir troðfullu húsi á Langbest á Ásbrú á fimmtudaginn síðasta. Þættirnir eru gerðir af skólaþáttarnefnd NFS og inniheldur myndklippur frá ýmsum viðburðum eins og böllum, ræðukeppnum og tónleikum ásamt leiknu efni eða svokölluðum sketsum.
Þættirnir hafa vakið mikla lukku meðal nemenda skólans sem hafa fjölmennt á frumsýningar hingað til. Á fimmtudaginn stóð NFS fyrir svokölluðu Langbest-kvöldi á samnefndum veitingastað þar sem meðlimum nemendafélagsins var boðið sérstakt tilboð á pizzum og trúbadorinn Helgi Valur skemmti lýðnum. Í lokin var Hnísan frumsýnd á breiðtjaldi og þótti hin besta skemmtun.
Þátturinn er nú kominn á netið og má nálgast hann á heimasíðu nemendafélagsins, www.nfs.is
VF-myndir/HBP