Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

HM í knattspyrnu hefur áhrif á Sólseturshátíð í Garði
Laugardagur 24. mars 2018 kl. 10:00

HM í knattspyrnu hefur áhrif á Sólseturshátíð í Garði

- hátíðin færð fram til loka maí

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs, í samráði við framkvæmdaraðila Sólseturhátíðar, Knattspyrnufélagið Víðir, hefur samþykkt að færa dagsetningu Sólseturshátíðar í sumar. Hátíðin í sumar verður haldin frá 28. maí til 3. júní, 2018 í stað hefðbundins tíma sem er undir lok júní.
 
Helsta ástæða breytingarinnar er þátttaka Íslands í HM í knattspyrnu og reynsla framkvæmdaraðila af þátttöku Íslands í EM í knattspyrnu, sumarið 2016.
 
Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins segir að ýmis tækifæri skapist við tilfærslu dagsetningar s.s. að tengja hátíðarviðburði við starf Gerðaskóla og færri íbúar í Garði verða væntanlega á ferð um landið og vonast framkvæmdaraðilar að fleiri íbúar í Garði hafi tök á að taka þátt í hátíðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024