Hlynur Snær og Bjarni unnu stærstu Jólalukku vinningana
100 þús. kr. Nettógjafabréf og Icelandair Evrópufarmiða
Hlynur Snær Snorrason, Heiðargarði 21 í Keflavík hlaut 100 þús. gjafabréf í Nettó í lokaúrdrætti Jólalukku Víkurfrétta. Bjarni Sigurðsson, Svölutjörn 9 í Njarðvík hlaut næst stærsta vinninginn, Icelandair farmiða til Evrópu að eigin vali.
Þeir Páll Orri Pálsson og Bárður Sindri Hilmarsson, synir rit- og fréttastjóra Víkurfrétta drógu tuttugu heppna vinningshafa úr stórum kassa sem hafði að geyma á annan tug þúsunda jólalukkumiða sem fólk hafði skilað í verslanir Kaskó og Nettó. Bjarki Þór Árnason, verslunarstjóri Nettó hafði þá hrært vel í kassanum og var viðstaddur úrdráttinn. Tuttugu aðrir vinningshafar hljóta vinning frá Nettó og má vita í versluninni. Þeir eru eftirtaldir:
100 þús. kr. Nettó gjafabréf - Hlynur Snær Snorrason, Heiðargarði 21
Icelandair farmiði frá Víkurfréttum - Bjarni Sigurðsson, Svölutjörn 9
Vinningar frá Nettó:
Benedikta Bendiktsdóttir, Efstaleiti 32
Fanna Dís Kristinsdóttir Heiðargarður 10
Kristíon Gestsdóttir Melteig 18
Ingibjörg Steindórsdóttir Hlíðarvegi 44
Katrín Friðjónsdóttir Hraunsvegi 13
Linda Jóhannsdóttir Skógarbraut 1105-2 2a
Kristján Valtýsson Pósthússtræti 3
Ingibjörg Björgvinsdóttir Austurvegur 22 Grindavík
Elísabet Mjöll Jensdóttir Lágmói 7
Laufey Erlendsdóttir Lyngbraut 15
Guðrún Arnadóttir Ægisvellir 17
Gústav J. Daníelsson Kjarrmói 8
Ingunn H. Rögnvaldsdóttir Melteigur 1b
Pálína Erlingsdóttir Háaleiti 3a
Hafrún Víglundsdóttir Fríholti 6 Garði
Helena Jónsdóttir Krossmói 3
Matthildur Óskarsdóttir Kirkjuvegi 11
Jóhanna Ása Evensen Fífumóti 1 a
Ágústa Gunnarsdóttir 1a
María Andrews Vatnsnesvegi 28
Bjarki verslunarstjóri í Nettó hristi vel upp í kassanum í orðsins fyllstu merkingu áður en strákarnir drógu úr honum.