Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hlynur og Hlynur á Paddy´s
Þriðjudagur 7. mars 2006 kl. 12:30

Hlynur og Hlynur á Paddy´s

Hlynur Ben helur tónleika á Paddy's, Keflavík, miðvikudaginn 8.mars í samstarfi við Aftan Festival.

Hann verður einn vopnaður gítar og mun kynna nýtt efni sem hann er að taka upp þessa daganna fyrir fyrstu sóló plötuna sína. Margir ættu að kannast við Hlyn Ben en hann annaðist gítarleik í Gleðisveit Ingólfs í sjónvarpsþáttunum Hljómsveit Íslands.

Einnig kemur heimamaðurinn Hlynur Þór Valsson fram en Hlynur Vals hefur heillað marga með ljúfum barka á Aftan Festivölum og verður engin undantekning á því á miðvikudaginn.

Þægileg kvöldstund á Paddy's, miðvikudaginn 8. mars í samstarfi við Aftan Festival. Tónleikarnir byrja kl. 21:00 og auðvitað frítt inn!

Mynd 1: Hlynur Ben

Mynd 2: Hlynur Vals



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024