Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hlutu æðsta heiður fyrir samfélagsþjónustu
Mánudagur 16. desember 2013 kl. 14:43

Hlutu æðsta heiður fyrir samfélagsþjónustu

Njarðvíkingurinn Steinþór Þórðarson og synir hans þrír, Þröstur, Guðsteinn og Haukur, hlutu fyrir skömmu æðsta heiður sem veittur er hjá Andrews University of Alumni Association í Bandaríkjunum. Verðlaunin eru árleg og voru fyrst veitt fyrir meira en 50 árum þegar samþykkt var að veita einstaklingum viðurkenningu fyrir framúrskarandi þjónustu til samfélagsins á staðnum.

Í umsögn um verðlaunin kemur fram að ekki sé hægt að vinna að þeim, uppfylla kröfur til né sækja um þau. Fólk og verðleikar þess eru tilnefnd af fulltrúum frá Alumni Association vegna árangurs og fulltrúar háskólans kjósa um tilnefningarnar.

Aðeins er vitað til þess að einni annarri fjölskylda hafi hlotnast þessi heiður, en hann er venjulega aðeins veittur einstaklingum. Að sögn Þrastar, sonar Steinþórs, hafa margir Íslendingar stundað nám við Andrews University og búið á staðnum en engir Íslendingar hafa fengið þessa viðurkenningu áður. Hann segist afar auðmjúkur og er fyrst og fremst ánægður með að foreldrar sínir hafi fengið viðurkenningu fyrir sín góðu störf um langt skeið.

Steinþór Þórðarson var prestur og hélt námskeið í Biblíulegum fræðum í meira en hálfa öld, bæði hérlendis og víðar, m.a. Nigeriu og Zimbabwe frá 1978 til 1988. Kona hans var Lilja Guðsteinsdóttir, sem kenndi við Njarðvíkurskóla sem stjórnandi sérkennsludeildar og kenndi þar, þangað til heilsan brást og hún flutti til Indiana til að vera nálæg börnum þeirra síðustu árin. Lilja lést 2010. Hún starfaði sem skólastjóri í Harare, Zimbabwe þegar Steinþór starfaði þar.

Árið 2001 stofnaði Steinþór, ásamt nokkrum áhugasömum mönnum, útvarp Boðun FM 105,5 og jafnframt varð Boðunarkirkjan til, sem starfar enn í dag að Álfaskeiði 115 Hafnarfirði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Steinþór, ásamt Magneu nokkurri.

Lilja Guðsteinsdóttir heitin.