Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hlustar á bækur hvar sem er
Sunnudagur 29. september 2019 kl. 08:09

Hlustar á bækur hvar sem er

Katla Björk Ketilsdóttir, framhaldskólanemi, er lesandi vikunnar.  

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar er Katla Björk Ketilsdóttir, nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ þar sem hún lærir leiklist auk þess sem hún stundar Crossfit og ólympískar lyftingar af miklum krafti. 

Hvaða bók ertu að lesa núna?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Afleggjarann eftir Auði Övu Ólafsdóttur, auk þess er ég að lesa þó nokkuð af skólabókum.

Hver er uppáhaldsbókin?

Náðarstund eftir Hannah Kent. Hún greip mig algjörlega frá byrjun og ég gæti hugsað mér að lesa hana oftar.

Hver er uppáhaldshöfundurinn?

Mér finnst ég ekki hafa lesið nóg til þess að finna minn uppáhaldshöfund.

Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig?

Can´t hurt me eftir David Goggins

Hvaða bók ættu allir að lesa?

The Colour Purple eftir Alice Walker

Hvar finnst þér best að lesa?

Ég hlusta aðallega á bækur og finnst best að vera uppi í rúmi að lesa. Annars er í raun hægt að hlusta hvar sem er á bækur.

Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur?

Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur, The art of mental training eftir D.C. Gonzalez og The Subtle art of not giving a f*uc eftir Mark Manson.

Ef þú værir föst á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu?

Ég myndi taka með mér bókina The Art of Mental Training til þess að aðstoða mig við að halda hausnum í lagi svona ein á eyðieyju.

Katla í lyftingum.