Hljómsveitin Ritz rokkar í Galtalæk
Hljómsveitin Ritz heldur uppi fjörinu á Bindindismótinu Galtalæk nú um verslunarmannahelgina. Hljómsveitina skipa þeir Brynjar Freyr Níelsson, gítarleikari, Davíð Þór Sveinsson, bassaleikari og söngvari og Ívar Martein Kristjánsson, trommuleikari. Hljómsveitin var stofnuð fyrir um tveimur árum en þeir spila samblöndu af pönki og rokki. Helstu áhrifavaldar þeirra eru hljómsveitir á borð við Green Day og Ensími.
Að sögn þeirra félaga vantar aðstöðu í Reykjanesbæ fyrir hljómsveitir til að æfa. Ekkert sé að marka þau loforð sem hafa verið gefin í gegnum árin um að koma upp húsnæði fyrir upprennandi hljómsveitir. Þó þeir uni sér vel að spila í bílskúr bassaleikara hljómsveitarinnar eru ekki allir sem geta slíkt.
Þá vantar vettvang fyrir þessar hljómsveitir til að spila, 88 húsið hefur haldið nokkra tónleika og hafa þeir tekist mjög vel. En þar sem þeir félagar eru allir undir lögaldri fá þeir ekki inni á kaffihúsum bæjarins til að lofa öðrum að hlusta. Þeir sem vilja hlusta á þá verða því enn um sinn að láta sér nægja að hlusta í stofunni heima hjá sér og þó þeir hafi ekki enn gefið út eiga þeir nægt frumsamið efni til að prýða á breiðskífu. Hægt er að hlusta á lögin: Action, Mig Langar Heim og Close my eyes (demo) á heimasíðunni Rokk.is sem hefur það eina markmið að kynna og koma á framfæri íslenskri tónlist. Þar er enn fremur hægt að sækja sér tónlist, hljómsveitarinnar Ritz sér að kostnaðarlausu. Tónlistin á vefnum er lögð til af hljómsveitunum sjálfum í fullu samráði við eigendur flutningsréttar. Notendur Rokk.is geta því hlaðið niður hljóðskrám fullir öryggiskenndar.
Hljómsveitin Ritz stígur á sviðið á föstudaginn um klukkan 22.
Að sögn þeirra félaga vantar aðstöðu í Reykjanesbæ fyrir hljómsveitir til að æfa. Ekkert sé að marka þau loforð sem hafa verið gefin í gegnum árin um að koma upp húsnæði fyrir upprennandi hljómsveitir. Þó þeir uni sér vel að spila í bílskúr bassaleikara hljómsveitarinnar eru ekki allir sem geta slíkt.
Þá vantar vettvang fyrir þessar hljómsveitir til að spila, 88 húsið hefur haldið nokkra tónleika og hafa þeir tekist mjög vel. En þar sem þeir félagar eru allir undir lögaldri fá þeir ekki inni á kaffihúsum bæjarins til að lofa öðrum að hlusta. Þeir sem vilja hlusta á þá verða því enn um sinn að láta sér nægja að hlusta í stofunni heima hjá sér og þó þeir hafi ekki enn gefið út eiga þeir nægt frumsamið efni til að prýða á breiðskífu. Hægt er að hlusta á lögin: Action, Mig Langar Heim og Close my eyes (demo) á heimasíðunni Rokk.is sem hefur það eina markmið að kynna og koma á framfæri íslenskri tónlist. Þar er enn fremur hægt að sækja sér tónlist, hljómsveitarinnar Ritz sér að kostnaðarlausu. Tónlistin á vefnum er lögð til af hljómsveitunum sjálfum í fullu samráði við eigendur flutningsréttar. Notendur Rokk.is geta því hlaðið niður hljóðskrám fullir öryggiskenndar.
Hljómsveitin Ritz stígur á sviðið á föstudaginn um klukkan 22.