Hljómsveitin Par-Ðar gefur út nýtt tónlistarmyndband
-Plata hljómsveitarinnar kemur út eftir sumarið
Hljómsveitin Par-Ðar hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við lag hljómsveitarinnar, sem ber heitið „Love is Evol“. Hljómsveitina skipa þeir Arnar Ingólfsson á bassa, Eyþór Eyjólfsson á trommur, Kristjón Freyr Hjaltested sem syngur og spilar á gítar, Sævar Helgi Jóhannsson á píanó og Viktor Atli Gunnarsson á gítar.
„Love is Evol fjallar um að það að þú munir aldrei finna hreina ást ef þú leyfir þér ekki algjörlega að vera þú sjálfur og hefur trú á sjálfum þér,“ segir Arnar Ingólfsson, en hann og Kristjón eru höfundar lags og texta. Eyþór samdi hins vegar texta viðlagsins.
„Við eigum eftir að klára tvö tónlistarmyndbönd af fjögurra tónlistarmyndbanda-seríu og er fyrsta tíu laga LP platan í bígerð, sem verður gefin út eftir sumarið,“ segir Arnar.