Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hljómsveitin Par-Ðar gefur út nýtt tónlistarmyndband
Þriðjudagur 11. júlí 2017 kl. 05:00

Hljómsveitin Par-Ðar gefur út nýtt tónlistarmyndband

-Plata hljómsveitarinnar kemur út eftir sumarið

Hljómsveitin Par-Ðar hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við lag hljómsveitarinnar, sem ber heitið „Love is Evol“. Hljómsveitina skipa þeir Arnar Ingólfsson á bassa, Eyþór Eyjólfsson á trommur, Kristjón Freyr Hjaltested sem syngur og spilar á gítar, Sævar Helgi Jóhannsson á píanó og Viktor Atli Gunnarsson á gítar.

„Love is Evol fjallar um að það að þú munir aldrei finna hreina ást ef þú leyfir þér ekki algjörlega að vera þú sjálfur og hefur trú á sjálfum þér,“ segir Arnar Ingólfsson, en hann og Kristjón eru höfundar lags og texta. Eyþór samdi hins vegar texta viðlagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við eigum eftir að klára tvö tónlistarmyndbönd af fjögurra tónlistarmyndbanda-seríu og er fyrsta tíu laga LP platan í bígerð, sem verður gefin út eftir sumarið,“ segir Arnar.