Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hljómsveitin Hellvar gerir samning við Ching Ching Bling Bling
Mánudagur 14. maí 2012 kl. 11:25

Hljómsveitin Hellvar gerir samning við Ching Ching Bling Bling


Rafræna útgáfufyrirtækið Ching Ching Bling Bling og hljómsveitin Hellvar hafa staðið í samningaviðræðum um nokkurt skeið,

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

en nú hafa samningar náðst og plötum Hellvar verður dreift rafrænt á síður á borð við Itunes og LastFM á næstu vikum og mánuðum.


Um er að ræða plöturnar „Bat out of Hellvar“ frá árinu 2007 og „Stop that Noise“ frá því 2011. Einnig verður órafmögnuðu plötunni

„Noise that stopped“ dreift með, en hana hefur hingað til ekki verið hægt að fá nema hjá hljómsveitinni sjálfri og í Geisladiskabúð Valda,

enda um heimaföndraða útgáfu að ræða með kassagítarsútgáfum af lögum af báðum plötum Hellvar.


„Við erum afar hamingjusöm með að vera komin með traustan aðilla sem sér um að dreifa tónlist okkar rafrænt“ segir Elvar Geir, gítarleikari sveitarinnar,

„en Ching Ching Bling Bling voru harðir í horn að taka. Við þurftum að ganga í gegn um langt og strangt ferli og svara endalaust mörgum spurningum, sumum mjög persónulegum, áður en þeir voru ánægðir. Ég sé nú ekki hvað skóstærðir bandmeðlima hafa með rafræna dreifingu að gera, en það var ein af spurningunum.“


Í öðrum fréttum er það helst að trommaraskipti urðu nú í vor. Birkir Fjalar Viðarson, sem syngur í hljómsveitinni I Adapt,

hefur tekið við trommukjuðunum af Ólafi Ingólfssyni og næst spilar Hellvar á Gamla Gauknum fimmtudaginn 24. maí á 30 ára afmælishátíð kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík.

Það er belgíski rokklæknirinn Wim Van Hooste sem sér um hátíðina og heldur upp á 41 árs afmæli sitt í leiðinni, en sá hinn sami sér einmitt um aðdáandasíðu Hellvar á netinu.


Loks má geta þess að nýja plata Hellvar „Stop that Noise“ er plata vikunnar á Rás 2 vikuna 14.-18. maí og þá má heyra eitt lag á klukkutíma í þættinum Poppland á Rás 2.