Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hljómsveitin Festival á Kaffi DUUS á Ljósanótt
Þriðjudagur 2. september 2008 kl. 11:54

Hljómsveitin Festival á Kaffi DUUS á Ljósanótt

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ný hljómsveit hefur verið stofnuð í Borgarnesi. Hljómsveitin hefur fengið nafnið Festival og er skipuð þeim , Guðjóni Guðmundssyni, Indriða Jósafatssyni, Sigurþóri Kristjánssyni, Gústaf Smára Guðmundssyni og Jóni Friðrik Birgirssyni. Fyrsta “gigg” þeirra félaga verður í Reykjanesbæ á Kaffi Duus um næstu helgi en þar fer fram ein stærsta skemmtun Suðurnesja, eða Ljósanótt. Undanfarið hefur hljómsveitin verið að slípa sig saman og meðal annars hljóðritað nokkur lög. Að sögn Festivalsmanna er stefnan að halda úti kröftugri og vandaðri danshljómsveit með tónlist við allra hæfi, en hljómsveitin mun spila á dansleikjum um land allt. Meðlimir hljómsveitarinnar eru vanir tónlistarmenn sem hafa starfað með ýmsum böndum í gegnum tíðina. Festival er með nokkur lög í vinnslu þessa stundina þar sem þeir eru bæði að vinna lög eftir sjálfa sig og aðra, en stefnan er að koma efninu út um jólin eða snemma á næsta ári.
Hægt er að hlusta á lög Festivals á síðunni www.myspace.com/hljomsveitinfestival