Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hljómsveit Geirmundar á Ránni nk. laugardagskvöld
Föstudagur 26. október 2012 kl. 11:23

Hljómsveit Geirmundar á Ránni nk. laugardagskvöld

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar mun standa fyrir dansleik á Ránni í Reykjanesbæ laugardagskvöldið 27. október næstkomandi. Hljómsveit Geirmundar steig síðast á stokk í Reykjanesbæ á Keflavík Music Festival í sumar og kveðst forsprakki sveitarinnar vera spenntur fyrir því að leika á ný fyrir Suðurnesjamenn.

„Þegar við spiluðum hér síðast þá náðist upp frábær stemmning og ég ætla rétt að vona að fólk láti sjá sig. Við hlökkum til að skemmta Suðurnesjamönnum,“ segir Geirmundur sem er landsþekktur sveiflukóngur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ef fólki er boðið upp í sveiflu þá bítur það á agnið. Það er ekki hægt að finna dansvænni tónlist og við erum auðvitað þekktir fyrir að halda uppi stuðinu. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar er ekki pásuhljómsveit og við spilum fram eftir nóttu.“

Það er óhætt að segja að nóg sé að gera hjá Geirmundi og félögum um þessar mundir en hljómsveitin spilar um hverja helgi. „Það hefur verið mikið að gera að undanförnu í réttarböllum og við erum uppbókaðir út nóvember. Það er alltaf nóg að gera,“ segir Geirmundur.

Hljómsveit Geirmundar verður sem fyrr segir á Ránni næsta laugardagskvöld og fer miðasala fram á Ránni.