Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hljómlist án landamæra í Hljómahöll
Miðvikudagur 19. apríl 2017 kl. 17:07

Hljómlist án landamæra í Hljómahöll

– að kvöldi sumardagsins fyrsta

Fimmtudaginn 20.apríl, á sumardaginn fyrsta kl. 20:00, fara fram einstakir tónleikar í Hljómahöll „Hljómlist án landamæra“ þar sem fram koma fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn frá Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi. Tónleikarnir voru haldnir í fyrsta sinn í fyrra og þá var troðfullur Stapi og frábær stemning og ljóst að ekki er við öðru að búast í ár.

Fram koma Salka Sól og Embla Sól Björgvinsdóttir, Salka Sól og Davíð Már Guðmundsson við undirleik Rokksveitarinnar, Már Gunnarsson, Vox Felix undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og Lára Ingimundardóttir, Sönghópurinn Gimsteinar, Karitas Harpa Davíðsdóttir og Kristín Þóra Albertsdóttir við undirleik Tómasar Guðmundssonar og Baggabandið ásamt Evu Dögg Héðinsdóttur, Frey Karlssyni, Heiðrúnu Hermannsdóttur, Jóni Agnarssyni og Stefáni Trausta Rafnssyni og síðast en ekki síst danshópur frá Danskompaní.

Kynnar á tónleikunum verða frábæru skemmtikraftarnir Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói og Hallgrímur Ólafsson.

Aðgangur er ókeypis og vonast aðstandendur til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og berja okkar frábæru listamenn augum.

Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu verkefnisins: facebook.com/Hljomlistanlandamaera

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra en er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024