Hljómar á Þjóðhátíð í Eyjum
Búið er að ganga frá ráðningu á hljómsveitum fyrir Þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum í ár og verða fjórar hljómsveitir sem skipta á sig skemmtun á stóra pallinum. Meðal hljómsveita verða hínir gömlu góðu Hljómar með Rúnar Júlíusson í fararbroddi. Eyjafréttir greindu frá þessu nú fyrir stundu.Það er því ljóst að Hljómar frá Keflavík eru langt því frá að verða grafnir og gleymdir og eru því allir Suðurnesjamenn hvattir til að skella sér á Þjóðhátíðina í sumar.
Vefsíða Eyjafrétta í Vestmannaeyjum
Vefsíða Eyjafrétta í Vestmannaeyjum