Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hljóðneminn fer á loft í kvöld
Miðvikudagur 22. febrúar 2012 kl. 08:18

Hljóðneminn fer á loft í kvöld



Í kvöld fer Hljóðneminn, söngkeppni NFS, fram í Andrews leikhúsi á Ásbrú. Keppnin hefst kl. 20:00 og kostar litlar 500 kr. inn. Miðasala verður í anddyri Andrews frá kl. 14 til 20 í dag.

10 atriði etja kappi í söngkeppninni að þessu sinni, og kynnir verður spéfuglinn Ari Eldjárn úr Mið-Íslandi. Ourlives spila í hléi, Danskompaní sýnir dansatriði og Sabína Siv, sigurvegari Hljóðnemans í fyrra,f lytur tvö lög.

Dagskrá kvöldsins:

1 Unnur Ágústa Gunnarsdóttir
2 Sölvi Sigurður Elísabetarson
3 Arnar Már Eyfells
4 Íris Eysteinsdóttir
5 Andrea Lind Hannah

HLÉ
Ourlives spila í 20 mínútur

6 The Big Band Theory
7 Helga Vala Garðarsdóttir
8 Sigurborg Lúthersdóttir
9 Vivianne Fatuma Mumbi
10 Júlíanna Guðrún Jóhannesdóttir

DÓMARAHLÉ
Sabína Siv Sævarsdóttir, sigurvegari Hljóðnemans í fyrra, flytur tvö lög.
Dansatriði frá Danskompaní

Úrslitin kynnt

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024