Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Hljóðneminn á loft í kvöld
Sigurborg Lúthersdóttir sigraði í fyrra.
Miðvikudagur 20. febrúar 2013 kl. 08:10

Hljóðneminn á loft í kvöld

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja heldur söngvakeppnina Hljóðnemann í Andrews Theatre í kvöld. Keppnin hefur aldrei verið stærri og flottari hvað hljóð og ljós varðar og eru keppendurnir ekki af verri endanum. Í ár koma fram níu atriði sem munu keppast um titillinn eftirsótta og eru margir efnilegustu tónlistarmenn Suðurnesja þar á meðal. Keppnin stendur frá 20:00 til 23:00.

Hljómsveitin White Signal treður upp í hléi og svo tekur Sigurlaug, sigurvegari síðasta árs einnig lagið. Mikil aðsókn hefur verið á Hljóðnemann síðustu ár og ákvað Framkvæmdarstjórn Hljóðnemanns þess vegna að halda sérstaka sýningu fyrir Grunnskólanemendur á Suðurnesjum. Sú sýning fór fram í gær við góðar undirtektir. Nemendafélagið skaffaði rútur fram og til baka fyrir alla Grunnskólanema svæðisins.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Hér að neðan má sjá kynningarmyndband fyrir keppnina í ár en þar eru keppendur kynntir til leiks.