Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hljóðneminn á loft í kvöld
Sigurborg Lúthersdóttir sigraði í fyrra.
Miðvikudagur 20. febrúar 2013 kl. 08:10

Hljóðneminn á loft í kvöld

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja heldur söngvakeppnina Hljóðnemann í Andrews Theatre í kvöld. Keppnin hefur aldrei verið stærri og flottari hvað hljóð og ljós varðar og eru keppendurnir ekki af verri endanum. Í ár koma fram níu atriði sem munu keppast um titillinn eftirsótta og eru margir efnilegustu tónlistarmenn Suðurnesja þar á meðal. Keppnin stendur frá 20:00 til 23:00.

Hljómsveitin White Signal treður upp í hléi og svo tekur Sigurlaug, sigurvegari síðasta árs einnig lagið. Mikil aðsókn hefur verið á Hljóðnemann síðustu ár og ákvað Framkvæmdarstjórn Hljóðnemanns þess vegna að halda sérstaka sýningu fyrir Grunnskólanemendur á Suðurnesjum. Sú sýning fór fram í gær við góðar undirtektir. Nemendafélagið skaffaði rútur fram og til baka fyrir alla Grunnskólanema svæðisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að neðan má sjá kynningarmyndband fyrir keppnina í ár en þar eru keppendur kynntir til leiks.