Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hlíðargata 25 fegurst í Sandgerði
Hlíðargata 25.
Þriðjudagur 2. september 2014 kl. 14:59

Hlíðargata 25 fegurst í Sandgerði

Umhverfisviðurkenningar Sandgerðisbæjar 2014.

Umhverfisviðurkenningar Sandgerðisbæjar 2014 voru afhentar á hátíðarsviði Sandgerðisdaga á laugardaginn. Verðlaunagarðurinn í ár er að Hlíðargötu 25 en hann er í eigu Guðbjargar Bjarnadóttur og Benedikts Gunnarssonar. Þetta kemur fram á vef Sandgerðisbæjar.

Auk þess fengu Lundfríður Ögmundsdóttir og Einar Valgeirsson viðurkenningu fyrir gróskumikinn og vel við haldinn garð að Túngötu 17, Efemía Andrésdóttir og Örn Ómar Ólafsson fyrir snyrtilegt umhverfi húss og lóðar að Holtsgötu 40 og Icelandic Ný-Fiskur fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis að Hafnargötu 1.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verðlaunahafar.

Túngata 17.

Holtsgata 40.

Hafnargata 1.