Hleypur fyrir ömmustrákinn sinn
- ásamt fjölskyldunni.
„Gabríel Máni fæddist í mars og var fljótt greindur með hjartagalla sem er kallaður Víxlun stóru slagæðanna,“ segir Hildur Þóra Stefánsdóttur, amma Gabríels Mána, sem fór í erfiða aðgerð í Svíðþjóð sem tókst vel og dafnar litla hetjan vel í dag. „Við fjölskyldan höfum ákveðið að hlaupa fyrir þennan flotta strák okkar í Reykjavíkurmaraþoninu og safna fyrir Styrktarfélagi Neistans sem hjálpaði Gabríel Mána og fjölskyldu hans mjög mikið á þessum erfiðu tímum.“
Styrktarsíða Gabríels Mána er hér.