Hlévangur fékk góða gjöf
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlévangur í Reykjanesbæ fékk í dag veglega peningagjöf frá Félagi Snæfellinga og Hnappdæla.
Andvirði peningaupphæðarinnar var rúmar 56 þúsund krónur en starfsemi félagsins lauk fyrir nokkrum árum og ákváðu forsvarsmenn félagsins að ráðstafa eignum félagsins á þennan hátt.
Það var Kristín Guðbrandsdóttir sem afhenti Finnboga Björnssyni, framkvæmdastjóra Hlévangs, peningagjöfina fyrir hönd Félags Snæfellinga og Hnappdæla.
Við athöfnina var því lýst yfir að peningarnir yrðu nýttir í þágu heimilisfólks.
[email protected]