Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hlaut viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Keflavíkur
Föstudagur 7. júní 2013 kl. 11:29

Hlaut viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Keflavíkur

Laugardaginn 25. maí sl. brautskráðust 98 nemendur frá Fjölbrautskóla Suðurnesja. Þar af 23 nemendur af starfsnámsbrautum.

Rótarýklúbbur Keflavíkur færði þeim nemanda sem útskrifaðist með bestan námsárangur af starfsnámsbrautum  Ipad mini að gjöf.

Rótarý er alþjóðlegur félagsskapur þar sem félagar eru teknir inn sem fulltrúar starfsgreina. Markmið Rótarý er að efla og örva þjónustuhugsjónina sem grundvöll heiðarlegs starfs, efla tengsl meðal félaga og sameinast í þjónustuhugsjóninni.

Maja Potkrajac sem útskrifast af sjúkraliðabraut hlaut viðurkenninguna að þessu sinni.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024