Hlaupið kringum Hlévang
Heimilisfólkið á dvalarheimilinu Hlévangi við Faxabraut brá undir sig betri fætinum í gær. Heimilisfólk ásamt starfsmönnum skokkuðu hringinn í kringum Hlévang í tilefni þess að Kvennahlaupið fer fram í dag og fengu allir verlaunapening og mikið hrós.
Víkurfréttir voru á staðnum og mynduðu íþróttafólkið sem virtist skemmta sér konunglega. Kvennahlaupið hefst núna klukkan 11:00 og verður hlaupið frá eftirtöldum stöðum á Suðurnesjum: Húsinu okkar (gamla K húsið) við Hringbraut Reykjanesbæ, sundmiðstöðinni Grindavík, íþróttamiðstöðinni í Sandgerði og íþróttamiðstöðinni Garði.