Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hlær mest að sjálfum sér
Jónas Dagur Jónasson
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 17. október 2022 kl. 08:00

Hlær mest að sjálfum sér

FS-ingur vikunnar

Nafn: Jónas Dagur Jónasson
Aldur: 19 ára.
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Enski boltinn og vera með vinum
„Ég myndi segja að ég sjálfur væri fyndnastur, ég hlæ allavega mest að sjálfum mér,“ segir Jónas Dagur aðspurður hver sé fyndnastur í FS. Jónas er á fjölgreinabraut en utan skóla nýtur hann þess að horfa á enska boltann og vera með vinum og fjölskyldu. 
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? 

Ég sakna þess hvað maður var uppátækjasamur í grunnskóla.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? 

FS var skólinn í bæjarfélaginu og ég vildi ekkert fara út fyrir það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hver er helsti kosturinn við FS? 

Hvað þau fyrirgefa lélega mætingu og félagslífið.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? 

Það er mjög fínt. Það mætti samt vera ísskápur á skrifstofunni, ef formaðurinn er að lesa.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? 

Það er hann Steini minn sem er aðalsöngvari með meiru í hljómsveitinni Midnight Librarian, sem gáfu út frábært lag um daginn sem heitir 70mph og má finna á öllum helstu streymisveitum.

Hver er fyndnastur í skólanum? 

Ég myndi segja að ég sjálfur væri fyndnastur, ég hlæ allavega mest að sjálfum mér.

Hvað hræðist þú mest? 

Ég hræðist mest sunnudaga eftir LUX.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? 

Dahmer-þættirnir eru svolítið heitir núna og það er kalt að vera ekki með gröfuréttindi.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? 

Búinn að vera hlusta mikið á M’$ með A$AP Rocky og Lil Wayne.

Hver er þinn helsti kostur?

Minn helsti kostur hlýtur að vera hvað ég er góður í beddanum.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? 

Ég nota Twitter mest.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? 

Stefan er að verða forríkur af skuldabréfum.

Hver er þinn stærsti draumur? 

Draumurinn er að eiga gott fyrirtæki.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?

Ég myndi lýsa mér sem gjafmildum, ég gef mikið frá mér til vina og kærustu.